Konungsbók

2.290 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er á um 12 klukkustundir í hlustun.

 

"Ekki óraði mig fyrir því að sú hógværa ákvörðun að leggja stund á framhaldsnám í norrænum fræðum við Hafnarháskóla um miðjan sjötta áratuginn ætti eftir að leiða mig í önnur eins ævintýri ... ég hafði satt að segja átt kyrrláta og rólega ævi þar til ég hitti prófessorinn ..."

 Valdemar, ungur og bláeygur íslenskufræðingur, heldur til náms í Danmörku og finnur þar fyrir landa sinn, gamlan prófessor, en hann býr yfir skelfilegu leyndarmáli sem tengist ævafornri höfuðgersemi íslensku þjóðarinnar, Konungsbók Eddukvæða. Leyndarmálið leiðir prófessorinn og lærisvein hans í mikla háskaför um þvera Evrópu.

Þetta er mögnuð og spennandi saga um hverju má fórna - og hverju verður að fórna - fyrir dýrustu gersemar kynslóðanna.

 "Frábær íslenskur hæfileikamaður sem skrifar glæpasögur með hjartað á réttum stað."
    - Crimesquad.com

 

"Arnaldur fléttar sögur sínar af mikilli leikni."
    - Süddeutsche Zeitung

 

"Það er engin tilviljun að Arnaldur Indriðason hefur hlotið öll þessi verðlaun. Hann er frábær sögumaður."
    - C.J. Box

 

Höfundur: Arnaldur Indriðason.

 

Arnar Jónsson leikari les.