Kristrún í Hamravík

1.790 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 6,5 klukkustundir í hlustun.

 

Kristrún í Hamravík kom fyrst út árið 1933 og naut þegar mikilla vinsælda. Bókin hefur komið út í mörgum útgáfum síðan, verið lesin í útvarpi og kvikmynd gerð eftir henni.

Sagan segir frá mæðginum, Kristrúnu og Fal, sem búa ein á afskekktu býli norður á Ströndum. Þar ber að garði ókunnugt stúlkutetur, Anítu Hansen, sem er á flótta undan klóm réttvísinnar. En Kristrúnu gömlu líst vel á stúlkuna og finnst himnafaðirinn hafa gefið Fal tækifæri til að eignast þenanlega meðhjálp til tugtugra samvista, eins og framtíð besti henti og hans óðali.

Kristrún í Hamravík markaði tímamót á ferli höfundarins og er að margra dómi hans besta verk.

Höfundur les sjálfur fyrri hluta sögunnar. Hljóðritunin er frá árinu 1977 og er fjölfölduð eftir upptöku í eigu Ríkisútvarpsins, samkvæmt samningi til eftirgerðar.

Guðmundur Gíslason Hagalín (1898-1985) er einn öndvegishöfunda Íslendinga á síðustu öld.

Höfundur: Guðmundur Gíslason Hagalín.

 

Höfundur og Árni Tryggvason leikari lesa.