Landið sem aldrei sefur

990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 4,5 klukkustundir í hlustun.

 

Skáldsagan Landið sem aldrei sefur er draumkennd ferðalýsing manns um stærstu álfu heims. Við fylgjum sögumanni um hrjóstrug héruð Síberíu og kynnumst því margvíslega fólki sem á vegi hans verður, lífsháttum þess og baráttu. Draumur sögumanns - eða er þetta veruleiki? - virðir engin mörk né mæri og frásögnin ber okkur frá norðaustasta horni Síberíu í krókaleiðum til suðurs, og þaðan áleiðis til Íslands. En ekki fyrr en sögumaður hefur notið alúðar þess fólks sem aðstoðar hann í nauðum og gerir honum kleift að halda ferð sinni áfram hvort sem er í vöku eða draumi.

Höfundur bókarinnar er Ari Trausti Guðmundsson en hann er jafnframt lesari hennar