Samhengi hlutanna

990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 16 klukkustundir í hlustun.


Blaðakonan Hulda er búsett í London og fjallar á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund. Hún er komin vel á veg með bók um bankahrunið þegar hún lætur lífið í umferðarslysi. Eftirlifandi unnusti hennar, listamaðurinn og lögfræðingurinn Arnar, ákveður að halda rannsókn hennar áfram ásamt blaðamanninum Ragga, æskuvini Huldu. Saman rekja þeir slóðir þeirra sem með ósvífnum viðskiptaháttum komu íslensku þjóðfélagi á heljarþröm. Á þeirri vegferð er ekki allt sem sýnist...

Sigrún Davíðsdóttir er landskunn fyrir pistla sína sem hún flytur hlustendum Spegilsins í Ríkisútvarpinu. Sýn hennar á íslenskt efnahagslíf er skörp, efnistökin vönduð og beinskeytt. Hér fær þekking hennar og reynsla notið sín í spennandi skáldsögu sem skrifuð er beint inn í íslenskan samtíma. Höfundur setur hlutina í samhengi sem er í senn óvænt, áleitið og sárt.

Samhengi hlutanna er önnur skáldsaga Sigrúnar Davíðsdóttur fyrir fullorðna lesendur, en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1989 fyrir bókina Silfur Egils og sendi frá sér skáldsöguna Feimnismál árið 2006.

Höfundur: Sigrún Davíðsdóttir.

 

Lesari: Kristján Franklín Magnús leikari.