Útkall – Geysir er horfinn

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 6 klukkustundir í hlustun.


Flestir kannast við Útkallsbækur Óttars Sveinssonar. Hér er hin þekkta bók Útkall – Geysir er horfinn, í lestri höfundar.

Þegar millilandaflugvélin Geysir, glæsilegasta flugvél Íslendinga, svarar ekki k-llum loftskeytamanna og lendir ekki í reykjavík á tilsettum tíma í september 1950 sækir ótti að fólki. Um borð eru sex manna áhöfn, átján hundar og lúxusvarningur sem flytja á frá Lúxemborg til New York. Hvar er vélin? Þegar síðast heyrðist frá henni var hún skammt frá Vestmannaeyjum.

Eftir að vélarinnar hefur verið saknað í rúma fjóra sólarhringa hafa aðstandendur og flestir landsmenn gefið upp vonina um að áhöfnin sé á lífi. Umfangsmikil leit á sjó, lofti og landi skilar engum árangri. Samúðarblóm hafa borist víða að og fólk er fraið að skrifa minningargreinar. Þá heyrist ógreinileg morssending. Loftskeytamaður á varðskipinu Ægi, sem statt er austur af Langanesi, heyrir ógreinilega: "staðaráakvörðun ókunn ... allir á lífi". Við tekur atburðarás sem á sér enga hliðstæðu.

Fólk grætur af gleði á götum Reykjavíkur þegar fréttist að áhöfn flúgvélarinnar sé á lífi. Vaskir fjallagarpar frá Akureyri og Reykjavík halda af stað í skyndi með takmarkaðan búnað á Willys-jeppum og vörubíl frá höfuðstað Norðurlands til bjargar fókinu. Ákvörðunarstaður er í rúmlega 1800 metra hæð - Bárðabunga á Vatnajökli. Tilraunir bandarískra hermanna til að bjarga fólkinu af jöklinum í flugvél mistakast. Þjóðin leggur allt sitt traust á íslenska björgunarleiðangurinn. Margir mannanna gengu 70-80 km á jökli, nánast hvíldarlaust, eftir að hafa ekið lítt kannaða öræfaleið, yfir hættuleg vatnsföll og úfin hraun.

Óttar Sveinsson, höfundur Útkalls-metsölubókanna, byggir þessa hörkuspennandi sögu á samtölum við áhöfn Geysis, aðstandendum hennar og frásögnum björgunarmannanna. Í bókinni koma fram margar nýjar upplýsingar, einnig áður óbirtar ljósmyndir og merk bréf auk skeyta.

 

Höfundur: Óttar Sveinsson.

 

Höfundur les.