Ísprinsessan

2.390 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 14 klukkustundir og 40 mínútur í hlustun.

 

Texti frá Uppheimum:

Sagan gerist um vetur í Fjällbacka, fæðingarbæ Camillu Läckberg og Ingrid Bergman. Hún bregður upp mynd af lokuðu samfélagi þar sem allir vita allt um alla og álit út á við skiptir höfuðmáli. Nokkuð sem getur haft örlagarík áhrif við rangar aðstæður. Kona finnst látin í baðkarinu á æskuheimili sínu, sem orðið er að sumardvalarstað fjölskyldunnar, og virðist í fyrstu um sjálfsvíg að ræða. Í ljós kemur að svo er ekki. Kemur þá til kasta lögreglunnar og böndin berast að bæjarbúum sem vita ýmislegt hver um annan og viðkvæm leyndarmál koma í ljós. Mest mæðir á Patrik Hedström lögreglumanni og hann kemst varla hjá því að notfæra sér upplýsingar sem vinkona hans, rithöfundurinn Erica Falck, kemst yfir á harla vafasaman hátt.

 

Húsið stóð autt og yfirgefið. Kuldinn nísti hvern krók og kima. Vatnið í baðkerinu var ísi lagt. Hún var aðeins farin að blána. Í augum hans var hún prinsessa þar sem hún lá. Ísprinsessa. Gólfið þar sem hann sat var jökulkalt, en kuldinn angraði hann ekki. Hann rétti fram handlegginn og snerti hana. Blóðið á úlnliðum hennar var löngu storknað. Ástin til hennar hafði aldrei verið heitari. Hann strauk handlegg hennar, eins og hann gældi við sálina sem hafði flúið líkamann. Hann leit ekki um öxl á leiðinni út. Engin kveðja, heldur vænst endurfunda.

 

Camilla Läckberg hefur vakið heimsathygli fyrir glæpasögur sínar, sem selst hafa í milljónum eintaka, og má með sanni segja að íslenskir lesendur hafi tekið bókum hennar fagnandi. Ísprinsessan er fyrsta bók Camillu í Fjällbackaseríunni og er hér prentuð í fjórða sinn.

Höfundur: Camilla Läckberg

 

Kristján Magnús Franklín leikari les

 

Anna R. Ingólfsdóttir þýddi