Krossgötur

1.890 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 13 klukkustundir í hlustun.

 

Eftir þriggja ára dvöl í Washington sem fréttaritari Kvöldblaðsins er Annika Bengtzon komin til Stokkhólms í sitt gamla starf. Hún er tekin saman við eiginmanninn Thomas á ný en hann starfar í dómsmálaráðuneytinu og sinnir alþjóðlegum öryggismálum.

Lík ungrar móður finnst við leikskóla í úthverfi borgarinnar og reynist vera fjórða unga konan sem myrt er með svipuðum hætti á skömmum tíma í Stokkhólmi. Í Kvöldblaðinu er skrifað um hugsanlegan raðmorðingja og brátt eru lögregluyfirvöld orðin sama sinnis.

Á meðan Annika rannsakar málið sækir Thomas ráðstefnu í Nairobi í Kenía og í kynnisferð við landamæri Sómalíu er allri sendinefndinni rænt, sjö Evrópubúum af ólíku þjóðerni. Mannránin valda mikilli ólgu í Evrópu og Annika dregst inn í æsispennandi atburðarás þegar reynt er til þrautar að semja um lausn gíslanna. Mannræningjarnir gera óheyrilegar kröfur um lausnargjald og byrja að taka gíslana af lífi, einn af öðrum...

Krössgötur er níunda bók Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon. Í bókinni er dregin upp eftirminnileg mynd af árekstrum ólíkra heima og hvernig reynir á samskipti og sambönd fólks við erfiðustu aðstæður sem hugsast getur.

 

Höfundur: Liza Marklund

 

Þórunn Hjartardóttir les 

 

Anna R. Ingólfsdóttir þýddi