Viltu segja mér sögu?

2.990 kr.

0 atkvæði
 Hljóðbókin er um þrjár klukkustundir í hlustun.

Sagnaskemmtun hefur fylgt manninum frá örófi alda. Áður en ritmál kom til sögunnar þótti bæði merkilegt og mikilvægt að kunna að segja sögu. Þar með er ekki sagt að sá hæfileiki sé meðfæddur, heldur oftar en ekki eitthvað sem sumir þróa með sér, leggja áherslu á og ná með umtalsverðri æfingu góðum tökum á. Fyrr á tímum ferðuðust sagnaþulir landshorna á milli og voru jafnan aufúsugestir. Þegar kom fram á 20. öld og almenningur bjó smám saman við ríkulegri bókakost varð sagnalistin á vissan hátt hornreka þótt hún legðist ekki af. Í seinni tíð hefur greinin svo gengið í endurnýjun lífdaga og víða hérlendis og erlendis er boðið upp á nútímalega sagnaskemmtun. Með þeirri vakningu sem orðið hefur er freistandi að fanga þá stemningu sem góður sagnaþulur skapar og koma henni áleiðis til fleiri áheyrenda í formi hljóðbókar.

Sögur Þóru Grímsdóttur eru vel til þess fallnar að ýta undir sagnalist samtímans og halda um leið til haga gamalli og góðri hefð.

Ragnheiður Þóra Grímsdóttir er menntaður sérkennari en hefur í rúman áratug lagt sig eftir því að segja sögur. Hún hefur víða komið fram hérlendis og á hinum Norðurlöndunum, starfað í Félagi sagnaþula og haldið námskeið í sagnalist fyrir grunnskólanemendur, kennara og almenning.

Þóra Grímsdóttir segir frá.