Aðventa

2.690 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir í hlustun.

Aðventa er ein af perlum íslenskra bókmennta frá síðustu öld. Sagan er talin meðal helstu verka höfundar. Hér er hún í lestri Róberts Arnfinnssonar leikara.

Eftirleitarmaðurinn Benedikt heldur inn á öræfin í tuttugustu og sjöundu aðventugöngu sína og lendir í aftakaveðri. Með í för eru Leó, hundurinn hans, og sauðurinn Eitill. Bókin Aðventa á rætur sínar í veruleikanum og fléttar höfundurinn inn í frásögnina skáldskap og veruleika sem skapar heillandi og einstæða frásögn.

Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál. Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.

Hljóðritunin var gerð hjá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins árið 1997.