Aldingarðurinn

1.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 7,5 klukkustundir í hlustun.

 

Ástin og tíminn, tvö sterkustu öflin í mannlegri tilveru, eru meginstefin í þessari seiðmögnuðu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hún fylgir árhringnum, hver frásögn ber nafn eins mánaðanna og fléttast þær þannig saman bæði í efni og byggingu. Þetta er bók um tryggð og svik, hamingju og sorg, lævíslegar grunsemdir og grunsamlegar ímyndanir, ástríðufulla þrá og leik að eldi ...

 Aldingarðurinn er áhrifamikið bókmenntaverk sem fjallar um dýpstu þrá hverrar manneskju; þrána eftir ást, en jafnframt margrætt eðli ástarinnar og sannra tilfinninga. Sjaldan hefur Ólafi Jóhanni tekist eins vel upp og í þessari bók.

 Tuttugu ár eru liðin síðan Ólafur Jóhann sendi frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið Níu lykla, sem hlaut einstaklega góðar viðtökur. Síðan hefur hann fest sig í sessi sem einn vinsælasti sagnamaður þjóðarinnar, með verkum eins og Slóð fiðrildanna og Höll minninganna.

 

Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson

 

Lesari: Hallmar Sigurðsson