Alkemistinn

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 5 klukkustundir í hlustun.

 

Santiago hefur í draumi fengið upplýsingar um fjársjóð sem kann að bíða hans í pýramídunum í Norður-Afríku og leggur því af stað frá heimalandi sínu fullur væntinga um veraldlegan auð. Á leið hans yfir eyðimörkina verður margt á vegi hans, meðal annars ung og undurfögur sígaunakona, gamall konungur og alkemisti. Hvert og eitt þeirra færir Santiago nær fjársjóðnum sem enginn veit hver er. Santiago leggur af stað sem ungur og ævintýragjarn drengur í leit að veraldlegum fjársjóði en uppgötvar á leið sinni  dýrmætari fjársjóði hið innra.

Höfundurinn Paulo Coelho hefur blásið milljónum lesenda visku í brjóst með sögunni af Santiago. Alkemistinn er stórkostlegt verk í einfaldleika sínum, það býr yfir mannlegri og örvandi frásögn sem er vitnisburður um ómetanlegt gildi þess að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för.

Alkemistinn hefur hlotið verðugan sess sem sígilt meistaraverk og hefur selst í tugum milljóna eintaka. 

Höfundur: Paulo Coelho.

 

Thor Vilhjálmsson þýddi og les.