Engin spor

990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 11 klukkustundir í hlustun.

 

Jacob Kieler yngri, sagnfræðingur og bankamaður af virðulegri ætt, finnst látinn í gömlu húsi í Reykjavík 1973. Hann hefur verið skotinn í brjóstið. Rannsókn leiðir í ljós að faðir hins látna, Jacob Kieler eldri, járnbrautarverkfræðingur, var skotinn í sömu stofu og með sömu byssu árið 1945 – án þess að tækist að upplýsa morðið. Dabækur hans koma í leitirnar og þar birtist á síðunum maður sem á sér þá hugsjón heitasta að leggja járnbrautir á Íslandi og virðist tilbúinn að fórna öllu til að svo megi verða ...

Viktor Arnar er einn fremsti glæpsagnahöfundur Íslands í dag og sögur hans verða vinsælli með degi hverjum.

„Ómótstæðileg spenna og töfrar þessarar bókar felast í tengingu morðmálanna tveggja sem eru svo lík þrátt fyrir að langur tími líði á milli þeirra.“
    - krimi-couch.de

 

 „Höfundi tekst ... að lyfta hinni íslensku glæpasögu á æðra plan og hefur þar með skilið eftir sig óafmáanleg spor.“
    - Ingvi Þór Kormáksson / Borgarbokasafn.is

 

„Slóttug glæpasaga með sögulegum bakgrunni og óvæntri lausn.“ 
    - Märksiche Augemeine

 

Höfundur: Viktor Arnar Ingólfsson

 

Viðar Eggertsson  og Róbert Arnfinnsson leikarar lesa.