Englar alheimsins

2.290 kr.

1 atkvæði
Hljóðbókin er um 6 klukkustundir í hlustun. 

 

Englar alheimsins fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hremmingum geðveikinnar. Aðalpersónan Páll segir sögu sína frá vöggu til grafar; þegar sakleysi æskuáranna lýkur fellur skuggi geðveikinnar á líf hans og fjölskyldu hans. Dregin er upp mynd af bernsku Páls og lýst heimi þeirra sem dæmdir eru til einveru og afskiptaleysis. Hugarástandi Páls er lýst af mikilli næmni og inn í sögu hans fléttast sögur og örlög margra þeirra sem á vegi hans verða. Angurværar tilfinningar og harður veruleikinn mætast í frásögn og stíl.

Fyrir Engla alheimsins hlaut höfundurinn bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995.

 

Höfundur: Einar Már Guðmundsson.

 

 

Höfundur les.