Grimms ævintýri

1.290 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir í hlustun.

 

Fátt jafnast á við Grimms-ævintýrin þegar barnabækur eru annars vegar. Á þessum tveimur hljómdiskum fer saman skemmtilegur lestur og lipur þýðing er Þorsteinn Thorarensen les eigin þýðingu á völdum ævintýrum. Hér kennir margra grasa eins og heiti sagnanna sýna: Froskakóngurinn eða Járn-Hinrik, Spunakerlingarnar þrjár, Slöngulaufin, Úlfurinn og kiðlingarnir sjö, Ruslaralýður og Garðabrúða, Rauðhetta, Undarlega átveislan, Þrastarskeggur kóngur, Brimaborgarspilararnir, Skraddarinn í himnaríki, Snillingurinn Hans, Kerlingin Gríður og Brúðkaup lafði Lágfótu. 

Útgefandi prentaðrar útgáfu er Fjölva-útgáfan.