Slökun og hugleiðsla

2.500 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er 46 mínútur í hlustun.

Kristín Sjöfn á tvö ólík jógakennaranám að baki. Árið 1997 lærði hún hjá Uriel West og byrjaði starx að kenna í GYM 80. Þaðan lá leiðin í Gerðuberg og loks í Aerobic Sport. Árið 2001 ákvað Kristín síðan að dýpka jógaástundun sína og læra meira og fór í jógakennaranám hjá Ásmundi Gunnlaugssyni í  Yoga Studio. Eftir það nám hætti Kristín að kenna jóga á líkamsræktarstöðvum og fór að kenna sjálfstætt allt til ársins 2012 meðal annars í sal Rósarinnar. Eftir að hún hætti að vera með jógatíma hefur hún haldið hugleiðslunámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og gefið út diskinn Slökun og hugleiðsla með Kristínu Sjöfn.

Slökun og hugleiðsla með Kristínu Sjöfn inniheldur þrjár slökunaræfingar og hugleiðsluæfingu.

Jörðin er slökunaræfing þar sem jarðarorka er notuð til að slaka alla parta líkamans.

Pýramídinn er slökunaæfing þar sem unnið er með náttúruöflin jörð, loft, vatn og ether til að koma jafnvægi á líkama, huga og tilfinningar.

Ljósið er slökunaræfing þar sem ljósinu er veitt í taugakerfið til slökunar.

Hugleiðsluæfingin er einföld æfing þar sem fylgt er andardrættinum. Hún er byggð upp þannig að hlustandinn getur ákveðið hversu langan tíma hugleitt er í einu.

Höfundur: Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir.

Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir les.