Hollráð Hugos

1.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 3 klukkustundir í hlustun.

 

„Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“

Þetta áhrifaríka en einfalda hollráð er lýsandi fyrir þessa bók í heild sinni, enda finnst höfundi að foreldrar mættu nota það óspart í gegnum súrt og sætt.

Sálfræðingurinn Hugo Þórisson er mörgum að góðu kunnur. Hann hefur starfað að bættum samskiptum barna og foreldra í yfir 30 ár og hjálpað ótal fjölskyldum. Hér deilir hann með okkur reynslu sinni og útskýrir á einlægan og líflegan hátt hugmyndir sínar um uppeldi.

Hollráð Hugos eru þörf og áhugaverð lesning sem hjálpar foreldrum að gera samskipti við börn sín bæði uppbyggjandi og skemmtilegri.

 

Höfundur: Hugo Þórisson.

 

Höfundur les.