Við fætur Jesú – Kristin íhugun

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 3 klukkustundir í hlustun.

 

Þessi hljóðbók er gerð fyrir þá sem vilja rækta sinn innri mann, njóta hvíldar og kynnast Guði betur.

Sigríður Hrönn gerir slökunaræfingar með áheyrandanum sem kyrra hugann og veita hvíld. Öndun og kristin mantra eru þar í fyrirrúmi. Hún íhugar síðan frásögur úr lífi Jesú. Áheyrandinn mætir Drottni Jesú Kristi og fær fundi með honum. Bæn hennar er sú að þessir fundir breyti lífi sem flestra – eins og þeir hafa breytt lífi hennar sjálfrar og þeirra sem í frásögunum mættu Jesú.

Tónlist Bachs fylgir hjartslættinum og hentar því einkar vel við íhugun. Hana má greina í bakgrunni og við lok hverrar íhugunar.

Sigríður Hrönn er guðfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að hafa starfað við hjúkrun hefur hún tekið virkan þátt í ýmiss konar kirkjustarfi og verið kristniboði í Arfíku í mörg ár.

Kristin íhugun hefur verið henni dýrmæt iðja um árabil og hefur mótað líf hennar auk þess sem að lokaritgerð hennar við guðfræðideildina fjallaði um það efni.

Leiðbeiningar um notkun:

Best er að njóta íhugananna í kyrrð og ró þar sem hugurinn er ekki upptekinn við neitt annað. Gott er að koma sér vel fyrir. Æskilegt er að hlusta aðeins á eina íhugun í senn og hugsa um hana, hlusta gjarnan á hana aftur eða nokkrum sinnum og leyfa henni að búa með sér í nokkra daga.

 

Í upphafi hverrar íhugunar eru leiðbeiningar um slökun, öndun og notkun möntru. Mantra í kristinni hefð er heilagt orð, svo sem Jesús, ljósið, lífið, miskunnarbæn og marntraþá sem er með fyrstu bænum kristinna manna. Slökun, öndun og möntru er um að gera að nota eins oft og tækifæri er til. Þegar mantra er notuð samfara inn- og útöndun, opnum við líf okkar fyrir Guði, hreinsumst og fyllumst anda Guðs.  Það tekur minnst tíu mínútur að kyrra hugann. Þess vegna er gott að gefa sér örlítið lengri tíma. 
Margir hafa séð miklar breytingar á eigin lífi þegar þeir hafa tekið sér 15-20 mínútur á dag í slíka bæn. Drottinn blessi þig.

 

Höfundur: Hrönn Sigurðardóttur.

 

Höfundur les.