Finnboga saga ramma

2.390 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 3,5 klukkustundir í hlustun.

 

Hér segir af höfðingjasyninum Urðarketti eða Finnboga ramma sem borinn var út nýfæddur og ólst upp í koti hjá karli og kerlingu þar til faðir hans gekkst við honum tólf ára gömlum. Í útlöndum vann hann fágæt afrek og komst í vinfengi við valdsmenn, heima átti hann lengi í útistöðum við aðra stórbændur og höfðingja, hraktist víða en endaði á friðarstóli. Fáir kappar voru fræknari en Finnbogi og er sagan skemmtileg og viðburðarrík.

 

Örnólfur Thorsson flytur inngangsorð.

 

Pétur Gunnarsson rithöfundur les meginefni sögunnar.