Hávarðar saga Ísfirðings

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin tekur um 2 klukkustundir og 20 mínútur í hlustun.

 

Sagan af Hávarði halta og herför hans til hefnda vestur á fjörðum er óvenjuleg hetjusaga. Hér er veröld annarra sagna snúið á haus: höfðinginn ofsækir þegna sína, sá gamli hefnir hins unga, börn fella illvíga vígamenn, konur vinna verk karla og róa til fiskjar; hinir lægri sigra hina hærri, trúðaherinn nær fram réttlæti. Hávarðar saga er ísmeygileg gamansaga, stíllinn liðugur og persónur litríkar. 

 

Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur les.