Í krafti sannfæringar

1.990 kr.

0 atkvæði
JÓN STEINAR Gunnlaugsson segir frá uppvaxtarárum sínum, mótun lífsskoðunar, lífsgæfu og lífinu utan dómstólanna. Hann dregur upp myndir af samferðamönnum og segir frá áhugaverðum atburðum, en leggur þó mesta áherslu á feril sinn sem málflytjandi og dómari við Hæstarétt. Höfundur lýsir sérstaklega baráttu sinni gegn misnotkun valds af öllu tagi. Þá fræðir hann lesendur um lífið í Hæstarétti og hvað gerðist þar bak við tjöldin. Hann segir frá vinnubrögðum sem þar tíðkast og kynnum af öðrum dómurum. Þar kemur margt á óvart. Jón Steinar hefur ætíð verið óhræddur við að segja skoðun sína, jafnvel þótt hún kunni að fara gegn viðteknum viðhorfum eða vera í andstöðu við afstöðu stjórnvalda hverju sinni.

Í krafti sannfæringar – Saga lögmanns og dómara, er hafsjór fróðleiks fyrir alla þá sem láta sig meðferð dómsmála varða og raunar alla sem áhuga hafa á þjóðmálum almennt. Hér nýtur skýr hugsun og stíll höfundarins sín vel og úr verður stórfróðleg og sérlega læsileg bók.