Mánasteinn

2.290 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir og 5 mínútur í hlustun.

Árið er 1918 og frá Reykjavík má sjá eldgosi í Kötlu mála himininn nótt sem dag. Drengurinn Máni Steinn lifir í kvikmyndunum. Sofandi dreymir hann myndirnar í tilbrigðum þar sem vefur atburðanna er slunginn þráðum úr hans eigin lífi. En þá tekur spænska veikin land og leggur þúsundir bæjarbúa á sóttarsæng. Það súgar milli heima í veröld þar sem líf og dauði, veruleiki og ímyndun, leyndarmál og afhjúpanir vegast á.

Höfundur er Sjón.

Jóhann Sigurðarson les.