Oddaflug

990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 6 klukkustundir í hlustun.

Oddaflug er mögnuð fjölskyldusaga sem nær yfir alla síðustu öld. Þetta er saga Katrínar Ketilsdóttur, manns hennar og fjögurra dætra - og sonarins sem þau misstu. Tilvera þeirra virðist í föstum skorðum en ekki er allt sem sýnist og undir liggja óuppgerð, sársaukafull mál. Líf ólíkra einstaklinga fléttast saman í heildstæða frásögn um ást og söknuð, gleði og sorg, svik og vonbrigði - líf og dauða.

    Guðrún Helgadóttir er einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar. Hún hefur skrifað margar barnabækur auk leikrita. Hér kemur hún að lesendum úr óvæntri átt með fyrstu skáldsögu sinni fyrir fullorðna.

    Oddaflug er grípandi skáldsaga; skemmtileg og heillandi frásögn af konum á öllum aldri - saga sem lætur engan ósnortinn.