Afdalabarn

2.890 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 15 klukkustundir í hlustun.

 

Bókin er eftir Guðrúnu frá Lundi.

Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og nútíma, sveitasamfélag á síðustu metrunum sem hnusar treglega af nýjum tíma. Hér kemur einnig stéttamunur til tals, sem og hinn mikli menningarmunur á möl og dal, sem hlýtur að hafa verið höfundi hugleikinn, konu sem lengstum bjó í sveit en flutti loks á Krókinn og skrifaði sig út honum sauðárgráum inni í prentvélarnar fyrir sunnan. (Hallgrímur Helgason)

Afdalabarn er önnur í röð skáldsagna Guðrúnar frá Lundi og með þeim vinsælli. Hún er hér gefin út með eftirmála Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Nóbelskáldið Halldór Laxnes sagði um Guðrúnu að hún væri ævintýrakerling íslenskra bókmennta og hver sá sem les Afdalabarn sannfærist um réttmæti þeirra palladóma.

Kristján Franklín Magnús leikari les.