Afleggjarinn

2.390 kr.

1 atkvæði
Hljóðbókin er um 8 klukkustundir í hlustun.

 

Auður A. Ólafsdóttir hefur gefið út þrjár skáldsögur. Upphækkuð jörð (1998), Rigning í nóvember (2004) og Afleggjarann (2007). Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Bókstafurinn A höfundar í millinafni stendur fyrir Ava sem er kaþólskt skírnarnafn höfundar. Heilög Ava var blindur miðaldadýrlingur.

Ungur maður sem er svo að segja alinn upp í gróðurhúsi á brýnt erindi til afskekkts staðar í útlöndum þar sem menn heita biblíunöfnum. Tómas, Matthías, Jósef, Jakob, Markús, Páll, Mikjáll, Gabríel, Sakarías. Í farangrinum eru þrír rósaafleggjarar en heima skilur hann eftir guðdómlegt stúlkubarn sem hann eignast óvart 
með eins konar vinkonu vinar síns.

Margverðlaunuð skáldsaga.

Höfundur: Auður A. Ólafsdóttir.

Höfundur les.