Argóarflísin

2.151 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 3,5 klst. í hlustun.

 

Argóarflísin, sem nú er komin út á hljóðbók í lestri höfundar, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005. 

Í þessari kostulegu sögu kynnumst við Valdimari Haraldssyni, rosknum Íslendingi sem hefur háleitar hugmyndir um áhrif fiskneyslu á menningarstig norrænna þjóða. Þetta er árið 1949 og Valdimar hefur orðið fyrir því óvænta láni að gerast farþegi um borð í dönsku flutingaskipi sem er á leið til Svartahafsins. 

Meðal áhafnarmeðlima er lífsreyndur sjómaður, Keneifur að nafni. Að loknum kvöldverði segir hann skipsfélögum sínum söguna af því þegar hann sigldi með hinu sögufræga fleyi Argó, undir forystu Jasonar Esonarsonar og tók þátt í hinni miklu glæfraför Argóarfara til Kolkis til að sækja gullna reyfið. Á leiðinni þangað höfðu sægarparnir viðdvöl á Lemney og uppgötvuðu sér til furðu, og töluverðrar gleði, að þar bjuggu einvörðungu konur. 

Með síðustu skáldsögu sinni, Skugga-Baldri, skipaði Sjón sér í hóp fremstu rithöfunda Norðurlanda. Í þessari nýju bók berst honum óvæntur liðsauki því báðir reynast þeir Keneifur og Valdimar magnaðir sögumenn. Annar er fulltrúi Krónusar, hins óhagganlega hringlaga tíma goðsögunnar, hinn fulltrúi Kærosar, tíma mannsins sem færist frá máltíð til máltíðar á leið sinni í gröfina.

 

Höfundur: Sjón.

 

Höfundur les.

 

"Nýjasta bók Sjóns Argóarflísin er óvenju snjallt verk og feikilega vel skrifað ... "
    - Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið

"Argóarflísin er alveg fantaskemmtileg bók ... hugmyndaflug Sjóns virðist óþrjótandi, en meiru varðar þó hvað bókin er vandlega smíðuð og fallega hugsuð og fjári vel stíluð."
    - Illugi Jökulsson, Talstöðin

"Þetta er listilega skrifuð saga sem á eftir að gleðja unnendur goðsagna og góðra bókmennta yfirleitt."
        - Silja Aðalsteinsdóttir, www.tmm.is