Aska

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 15 klukkustundir í hlustun.

 

Bókin sem stökk beint í 49.sæti kiljulistans þýska um leið og hún kom út þar í landi um miðjan nóv. 2008.

Líkamsleifar finnast við uppgröft húss sem fór undir ösku í eldgosinu í Eyjum árið 1973. Grunsamlegt andlát konu í Reykjavík sumarið 2007. Og Þóra Guðmundsdóttir lögmaður, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Yrsu Sigurðardóttur, glímir við spurninguna: Hvernig tengjast þessi voðaverk?

 Aska var ein vinsælasta bók ársins 2007 og nú þegar hefur verið samið um útgáfu á henni víða um lönd. Þriðja táknið og Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur koma nú út á fjölda tungumála um allan heim.

Um Yrsu er fjallað í erlendum stórblöðum og tímaritum á borð við New York Times, Wall Street Journal, Stern og víðar.

 Höfundur sýnir og sannar í þessari mögnuðu bók að hún er hin nýja drottning glæpasögunnar, eins og erlendir gagnrýnendur hafa útnefnt hana.

Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir. 

 

Vala Þórsdóttir leikkona les.

 

„Vel smíðuð spennusaga.“
    - Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðinu

 

„Hörkuvel fléttuð glæpasaga ... spennandi frá upphafi til enda.“
    - 
Áki G. Karlsson, www.kistan.is

 

„Spennandi og skemmtileg.“
    - 
Guðríður Haraldsdóttir, Vikunni