Britt-Marie var hér

2.490 kr.

0 atkvæði
Ný og grátbrosleg saga eftir höfund Maður sem heitir Ove.

Eftir 40 ára hamingjusnautt hjónaband leitar Britt-Marie út á vinnumarkaðinn. Umfangsmikil þekking hennar á skipulagi og snyrtimennsku í heimilishaldi, smámunasemi og þrjóska eru veganestið út í kaldan veruleikann í niðurníddu úthverfi þar sem hún fær starf í frístundaheimili fyrir börn og unglinga. Fjarri þægindaramma sínum tekst Britt-Marie á við sérkennileg viðfangsefni í þessu brotna samfélagi og byrjar nýtt líf sem tekur óvænta stefnu.

„Þú munt hvað eftir annað hlæja upphátt við lesturinn, finna fyrir hlýju og stöku tár munu falla á blaðsíðurnar.“
-Hemmets Veckotidning

„Skemmtileg, hjartnæm, sniðug og hreint út sagt dásamleg saga.“
- Bokboxen

„Maður getur ekki hætt að lesa, grípandi saga af bestu gerð.“
- Västerbottens kuriren

Lesari: Hildigunnur Þráinsdóttir leikkona