Brynhjarta

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 18 klukkustundir í hlustun.

Með stuttu millibili finnast lík tveggja kvenna í Oslí. Af dularfullum áverkum í munni þeirra dregur lögregla þá ályktun að þær hafi verið myrtar af sama ódæðismanninum.

 

Kaja Solnesser send til Hong Kong til að hafa uppi á eina norska lögreglumanninum ser er sérfróður um raðmorðingja. Hann hefur falið sig þar í mannhafinu og vill ekki láta finna sig. Vill ekki horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Hann heitir Harry Hole.

 

Brynhjarta er það ástand þegar manneskja er grafub undir svo miklu fargi að álagið á brjóstkassann er slíkt að hún nær ekki andanum. Með brynhjarta er hægt að lifa í fjórar mínútur.

Jo NesbØ er heimskunnur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole. Brynhjarta er sú sjötta þeirra á íslensku.

 

,,Trúlega besta glæpasagan sem þú kemst yfir þetta árið"
- BBC Radio 4

 

Hjálmar Hjálmarsson les. 

 

Bjarni Gunnarsson þýddi.