Ég læðist framhjá öxi

1.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 7 klukkustundir og 26 mínútur í hlustun.

 

Ég læðist framhjá öxi fær fimm stjörnur 

Bókin Ég læðist framhjá öxi eftir norska rithöfundinn Beate Grimsrud, í frábærri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, hefur fengið afbragðsdóma og góðar viðtökur lesenda eftir að hún kom út fyrr í mánuðinum.

Þessi einstaka saga var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en íslenska útgáfan fór strax á metsölulista Eymundsson bókaverslana og Páll Baldvin Baldvinsson gagnrýnandi segir í Fréttatímanum að Grimsrud sé „mikilvægur höfundur í samhengi hinnar skandínavísku skáldsögu“ og enn fremur að „mikilvægt sé að sagan nái til lesenda hér á landi í sem mestum mæli.“

Páll Baldvin Baldvinsson gefur bókinni heilar fimm stjörnur. 

Ég læðist framhjá öxi lýsir upplifun lítillar stúlku sem þarf að lifa af þangað til hún skilur í stað þess að skynja. Lýdía dvelur oft við augnablik og minningar sem úr verða sögur, stundum léttar og barnslegar en sumar þeirra eiga sér dekkri hlið.

Bæði Norðmenn og Svíar líta á Beate Grimsrud sem sína og var bók hennar En dåre fri tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af báðum löndunumí fyrra, en Beate skrifaði bókina á báðum tungumálunum.

Textinn er af heimasíðu Sölku.

 

Höfundur: Beate Grimsrud

 

Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona les

 

Hjalti Rögnvaldsson þýddi