Næstum eins og ástin

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 10 klukkustundir og 10 mínútur í hlustun.

 

Saga um ást, stríð, missi og örin sem þau skilja eftir sig. Í Næstum eins og ástinfylgjumst við með lífi þriggja ungra kvenna og mannanna þeirra í seinni heimsstyrjöldinni og því sem tekur við að henni lokinni.

Stundum eru áhugaverðustu sögurnar úr stríði ekki um hermennina sjálfa, heldur um ástvinina sem þeir skilja eftir heima.

Í bandaríska smábænum South Downs búa þrjár æskuvinkonur með fjölskyldum sínum þegar heimsstyrjöldin síðari geisar í Evrópu og óvíst er um framvindu stríðsins og hugsanlega hernaðaríhlutun. Þetta er rómantísk ástarsaga sem lýsir vel litbrigðum lífsins þegar ungar konur þurfa að standa á eigin fótum, með brennandi ástarþrá og örvæntingu í hjarta. Fylgst er með lífi þeirra sem urðu eftir heima; kvenna er gengu í störf karla og þurftu jafnframt að halda heimilinu gangandi. Barna sem komu jafnvel undir í örvæntingarfullum skyndihjónaböndum, áður en feðurnir sneru aftur úr leyfi eða af frívakt. Foreldra sem sáu á eftir sonum sínum í stríðið. Hvað hélt fólki gangandi? Og heimkoman: Hverjir sneru aftur og voru þeir sömu menn og áður? Var hægt að halda áfram rétt eins og ekkert hefði gerst? Kannski læknar tíminn öll sár?

Sagan gerist á árunum 1941 - 1964.

Höfundurinn ELLEN FELDMAN er virtur bandarískur höfundur, Guggenheim styrkþegi og hefur verið tilnefnd til Orange-verðlaunanna. Þetta er fyrsta bók hennar á íslensku en áður hafa komið út: SCOTTSBORO, THE BOY WHO LOVED ANNA FRANK OG LUCY. Lesbók mun gefa út fleiri bækur hennar á næstunni.

Höfundur: Ellen Feldman

 

Þórunn Hjartardóttir þýddi

 

Ólöf Haraldsdóttir leikkona les