Skindauði

1.590 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 11,5 klukkustundir í hlustun.

 

Fortíðin lætur blaðamanninn Henning Juul ekki í friði - fyrir tveimur árum missti hann son sinn í eldsvoða. Harmleikurinn hefur sett mark sitt á Henning, bæði líkama og sál. Þegar hann loks snýr aftur til starfa þarf hann að berjast fyrir því að öðlast virðingu á ný sem blaðamaður - virðingu kolleganna, eiginkonunnar fyrrverandi og lögreglunnar.

Í tjaldi á Ekebergsléttunni finnst lík konu sem augljóslega hefur verið myrt. Henning Juul er falið að fjalla um málið og hann rekur þræði sem leiða hann á sífellt hættulegri brautir. Öfugt við lögregluna trúir hann ekki að málið sé eins einfalt og það virðist við fyrstu sýn. Og dauðsföllin verða fleiri...

Thomas Enger er hratt rísandi stjarna á glæpasagnahimninum. Hjá Gyldendal útgáfurisanum var því lýst yfir að sennilega væri Skindauði besta handrit fyrstu bókar höfundar sem til þeirra hefði borist!

Skindauði, dauðadá: Ástand þar sem starfsemi líkamans er við lágmark og sjúklingurinn virðist dáinn. Ástandið er sjaldgæft og fái sjúklingurinn ekki rétta meðhöndlun mun það leiða til dauða. 

Höfundur: Tomas Enger.

 

Halla Sverrisdóttir þýddi.

Steinn Ármann Magnússon les.