Snjókarlinn

1.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 17 klst. og 30 mínútur í hlustun.

 

AF HVERJU HORFIR HANN Á HÚSIÐ OKKAR, MAMMA?"

Fyrsti snjórinn er kominn. Jonas vaknar einn í húsinu um miðja nótt og finnur ekki móður sína. Hann stígur í bleytu á gólfinu og sér að einhver hefur komið inn á skónum. Fyrir utan stofugluggann stendur einmanaleg vera: snjókarl baðaður fölu tunglsljósi. En hvers vegna horfir hann á húsið þeirra? Og af hverju er hann með trefilinn hennar mömmu um hálsinn?

Harry Hole hefur borist dularfullt bréf í pósti, undirritað, Snjókarlinn". Hann grunar að hvarf móður Jonasar tengist þessu bréfi á einhvern hátt og setur saman lítinn rannsóknarhóp. Við athugun á gömlum lögregluskýrslum kemur í ljós að furðumargar ungar mæður, ýmist giftar eða í sambúð, hafa horfið á undarförnum árum. Allar um þetta sama leyti; snemma vetrar. Þegar fyrsti snjórinn fellur.

Jo Nesbö er heimskunnur fyrir bækur sínar um norska rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole. Snjókarlinn er sú fimmta þeirra á íslensku. Ráðgert er að sagan verði kvikmynduð í leikstjórn Martins Scorsese.

 

Höfundur: Jo Nesbö

 

Hjálmar Hjálmarsson leikari les

 

Bjarni Gunnarsson þýddi