Stjarna Strindbergs

1.590 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 15 klukkustundir í hlustun.

 

Í gömlum námugöngum í sænsku Dölunum finnst lík sem heldur á krossi. Í ljós kemur að krossinn tengist týndri stjörnu. Gripirnir tveir eru lykill að best varðveitta leyndarmáli veraldar. Þegar gripirnir koma fram í dagsljósið eftir að hafa verið faldir í heila öld getur eltingaleikurinn hafist. Sagnfræðingurinn Don Titelman er bæði veiðimaður og bráð í þeirri æsispennandi atburðarás sem nú hefst - án þess að hann viti hvers vegna.

Stjarna Strindbergs er ævintýraleg spennubók með sagnfræðilegu ívafi, sem heillað hefur lesendur um alla Evrópu.

 

„Frábær, hröð og hrikalega spennandi.“
  - Annabelle, Sviss
 
„Afar hæfileikaríkur höfundur – glæsileg frumraun.“
  - Dagbladet Noregi
 
„Jan Wallentin er svar Svíþjóðar við Dan Brown.“
  - Örnsköldsvik Allehanda

 

„Snjöll og listilega fléttuð blanda af sögulegum staðreyndum og skáldskap.“  
  - Östgötakorrespondenten

 

„Æsispennandi og einstaklega góð afþreying.  Vel fléttuð og með sagnfræðilegu ívafi.“
  - Gefle Dagblad

 

Höfundur: Jan Wallentin.

 

Valdimar Örn Flygenring leikari les.

 

 

Þórdís Gísaldóttir þýddi.