Vesturfararnir

1.290 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 21.5 klst. í hlustun.

FYRRI HLUTI

Karl Óskar elst  upp í Smálöndum í Svíþjóð um miðja 19. öld og vinnur á búi foreldra sinna þar til hann stofnar fjölskyldu og byrjar að hokra sjálfur. Einn góðan veðurdag berast fregnir um sæluríkið Ameríku og áhugi grípur um sig meðal fólks sem vill komast burt úr baslinu. Fyrr en varir er Karl Óskar orðinn leiðtogi hóps sem ákveður að flytja vestur um haf og freista gæfunnar.

Hér er endurútgefinn fyrri hluti hins heimsfræga og áhrifamikla verks Vilhelms Moberg sem gert var ódauðlegt í sjónvarpsþáttum sem margir muna eftir.
 

SEINNI HLUTI

Í seinni hluta Vesturfaranna segir frá ferðinni yfir hafið áleiðis til Ameríku. Farþegarnir þurftu að lifa við harðan kost og komust ekki allir á leiðarenda. Alls kyns sjúkdómar, þar á meðal skyrbjúgur gerðu vart við sig og siglingin tók lengri tíma en áætlað var af því að stöðugur mótvindur var á leiðinni. En þrátt fyrir miklar hrakningar, þrengsli og slæman aðbúnað gerðu farþegarnir allt til þess að létta hver öðrum lundina. Einstakar lýsingar á aðbúnaði fólks sem lagði sig í lífshættu til að byrja nýtt líf í fyrirheitna landinu.

Hér er endurútgefinn seinni hluti hins heimsfræga og áhrifamikla verks Vilhelms Moberg sem gert var ódauðlegt í sjónvarpsþáttum sem margir muna eftir.

Höfundur: Vilhelm Moberg.

Hjalti Rögnvaldsson leikari les.