Öreigarnir í Lodz

990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 22 klukkustundir í hlustun.

Hann talar hægt og í dumbum, langdregnum, málmkenndum tón, eins og hvert einasta orð sé honum kvöl. „Gettóið hefur orðið fyrir skelfilegu áfalli. Þeir krefjast þess að við afhendum þeim það dýrmætasta sem við eigum - börnin okkar og gamla fólkið.“
Mordechai Chaim Rumkowski, leiðtogi gyðinga í gettóinu í Lódz, fær það erfiða hlutverk að færa fólki sínu þær fréttir að nasistastjórnin hyggist flytja á brott öll þau börn undir tíu ára aldri. Hann getur ekki sagt þeim hvert þeir ætla að fara með þau, hann veit það ekki, en vissulega hefur hann sínar grunsemdir. Þau hafa öll sínar hræðilegu grunsemdir.

Þessi sögulega skáldsaga gerist í gettói gyðinga í pólsku borginni Lódz í síðari heimsstyrjöldinni. Af nístandi raunsæi leiðir Steve Sem-Sandberg lesandann inn í heim örvæntingar og óskiljanlegrar grimmdar. Hann segir frá af yfirgripsmikilli þekkingu og styðst að verulegu leyti við samtímaheimildir, meðal annars króníku sem rituð var af nokkrum starfsmönnum á skjalasafni gettósins. Höfundur fellir enga dóma en tekst á áhrifaríkan hátt að beina kastljósinu að þeim siðferðilegu spurningum sem vakna þegar manneskjan stendur frammi fyrir óhæfuverkum á stríðsárum.

Höfundur: Steve Sem-Sandberg

Ísak Harðarson þýddi

Kristján Franklín Magnús leikari les