Ljón norðursins

1.790 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir og 50 mínútur í hlustun.

 

Í þessari einstöku bók rekur Leó Árnason (1912–1995) lífshlaup sitt, frá því að hann var smaladrengur á sauðskinnsskóm norður á Skaga og þar til hann siglir á brott á Knerri sannleikans með óvæntan farþega um borð. Leó var á sínum tíma umsvifamikill athafnamaður og um hríð einn af auðugustu mönnum landsins en þar kom að skip hans steytti á skeri; hann sneri baki við borgaralegu líferni, gaf sig listagyðjunni á vald og kallaði sig Ljón norðursins. Höfundur bókarinnar er Bjarki Bjarnason sem hefur stundað ritstörf um langt skeið við góðan orðstír og sent frá sér jöfnum höndum sagnfræðirit og skáldverk. Hér fetar hann af mikilli leikni óljósa slóð milli skáldskapar og sagnfræði í anda Ljóns norðursins sem segir í bókinni:

 

Skáldskapurinn er sannur en svonefndur

sannleikur er aftur á móti helber uppspuni.

 

Höfundur er Bjarki Bjarnason.

 

Höfundur les.