Landslag er aldrei asnalegt

2.690 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 6 klukkustundir og 50 mínútur í hlustun.

Gusi spurði heimspekimanninn í rólegheitum af hverju menn skyldu eiginlega vera að læra heimspeki. Heimspekimaðurinn horfði íbygginn í gaupnir sér drykklanga stund, líkt og hann vildi virkilega vanda svarið, en sagði svo: Ég veit ekki um aðra, en ég er að læra heimspeki til að skilja heiminn betur. Þá var það svoleiðis að sumir litu upp til fjalla og sáu hvað hafði leyst mikinn frera úr giljum í hlýindunum, aðrir litu út á fjörð og sáu hvar

 

brotnaði í báru innan við sker og því ekkert sjóveður, og síðan litu Ebbi og Bensi hvor á annan, síðan báðir á heimspekimanninn og annar sagði: Hvað er það, vinur, sem þú skilur ekki?

Landslag er aldrei asnalegt er fyrsta skáldsaga Bergsveins Birgissonar, en þessi glæsilega frumraun var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2003. Aðrar bækur hans eru meðal annars Handbók um hugarfar kúa (2009), Svar við bréfi Helgu (2010) og Leitin að svarta víkingnum (2016).

Höfundur og lesari er Bergsveinn Birgisson.