Útkall - Reiðarslag í Eyjum

2.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 5 klukkustundir og 40 mínútur í hlustun.

Janúar 1982

Í foráttubrimi á stórgrýtisklöppum í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum. Björgunar- og slökkviliðsmenn brjótast á strandstað belgíska togarans Pelagusar í kolniðamyrkri. Fjórir aðframkomnir skipbrotsmenn standa hoknir og skjálfandi uppi á hvalbak skipsins. Þeir þurfa að binda sig svo að þeim skoli ekki fyrir borð í hvítfyssandi ágjöfunum . Skipstjórinn er á nærfötunum.

 

Þegar búið er að bjarga þeim með naumindum í land hefst einn dramatískasti kaflinn í íslenskri björgunarsögu. Þrír aðrir skipbrotsmenn eru um borð á lífi. Í fimm klukkustundir vita björgunarmenn ekki af þeim og þeir ekki af björgunarmönnum. Útilokað er að komast til Belganna nema að hætta eigin lífi en það gerðu íslensku björgunarmennirnir.

Bart Gulpen, sem var sautján ára, segir frá því í fyrsta skipti þegar hann beið eftir björgun. Hann horfðist í augu við dauðann í sjö klukkustundir. Þá gerðust óvæntir og ógnvænlegir atburðir. Guðmundur Richardsson lýsir því þegar hann horfði á sinn besta vin berjast fyrir lífi sínu án þess að hann gæti komið honum til bjargar. Eyjamenn greina einnig frá því þegar hinn áræðni heilsugæslulæknir í Eyjum, Kristján Víkingsson, reyndi að koma til bjargar. Afleiðingarnar voru harmleikur.

Höfundur er Óttar Sveinsson.

Höfundur les.