Baráttan um brauðið

2.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 12 klukkustundir og 30 mínútur í hlustun.

Fátæku fólki, fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns, var tekið með kostum og kynjum þegar það var endurútgefið árið 2010 og í Morgunblaðinu var fullyrt að bókin væri „ein merkasta og áhrifamesta ævisaga sem skrifuð var hér á landi á 20. öld“.

Baráttan um brauðið hefst árið 1920 þegar Tryggvi er sautján ára og fylgir honum í vinnumennsku, við búskaparhokur, gegnum illskeytta berkla og atvinnuleysi. Þegar íslensk alþýða rís upp gegn smánarkjörum sínum tekur Tryggvi þátt í þeirri baráttu af heilum hug. En aldrei gleymir hann því sem skipti hann mestu: ást á náttúrunni, kærleika til náungans og virðingu fyrir skáldskapnum.

Fátækt fólk og Baráttan um brauðið voru báðar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bókin var flutt í lestri Þórarins Friðjónssonar í Ríkisútvarpinu sem framhaldssaga árið 1993 og 2016. Hún birtist hér með samþykki rétthafa.

Höfundur er Tryggvi Emilsson.
Þórarinn Friðjónsson les.

 

„Minningar Tryggva Emilssonar veita yfirsýn mikillar sögu eins og einn einstaklingur úr hópi þúsundanna hefur sjálfur lifað hana og hún bregður um leið upp ótal skilríkum dæmum mannlífs og reynslu alþýðufólks og lífskjara og örlaga þess …“
Ólafur Jónsson / Dagblaðið

 

„Hann hefur næmi fyrir ýmsum þeim smámunum og spaugilegum hliðum atvika sem gefa máli hans fyllingu ... Æviminningar Tryggva Emilssonar verkamanns eru í sjálfu sér svo ágætur vitnisburður um merkilega kynslóð að torvelt verður að finna annan áhrifameiri.“
Árni Bergmann / Þjóðviljinn